ID-nefnd ríkislögreglustjóraembættisins með blaðamannafund

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ID-nefnd ríkislögreglustjóraembættisins með blaðamannafund

Kaupa Í körfu

Þegar fulltrúar úr kennslanefnd ríkislögreglustjóra fóru frá Phuket í Taílandi á mánudag var með sannanlegum hætti búið að bera kennsl á 53 lík hjá greiningarstöð kennslanefnda á eyjunni. Ferlið er afar tímafrekt og hefur auk þess tafist vegna mistaka við skráningu á upplýsingum um þá sem saknað er. Ljóst er að margra mánaða starf er framundan. MYNDATEXTI: Nefndarmenn í kennslanefnd lýstu tímafreku og erfiðu starfi á flóðasvæðunum í Phuket á Taílandi á blaðamannafundi í gær. Svend Richter, dósent í tannlækningum, Gísli Pálsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og formaður nefndarinnar, Sigríður Rósa Víðisdóttir tannlæknir og Bjarni J. Bogason aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar