Björn Bjarnason um borð í varðskipinu Tý

Björn Bjarnason um borð í varðskipinu Tý

Kaupa Í körfu

Þýska dráttarskipið Primus kom til Eskifjarðar í gærmorgun en áætlað er að skipin komi til Rotterdam um miðja næstu viku. Þar verður farmur Dettifoss losaður og fluttur þaðan til endanlegs ákvörðunarstaðar. Í Rotterdam mun Dettifoss fara í þurrkví þar sem unnið verður að viðgerðum á stýri skipsins sem bilaði undan Eystra-Horni á föstudagskvöld. MYNDATEXTI: Björn Bjarnason þakkaði áhöfn Týs fyrir góða frammistöðu og skoðaði ofurtógið sem slitnaði í atganginum fyrir austan. Með á myndinni eru Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar, Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, og Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Tý.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar