Einar Bárðarson

Einar Bárðarson

Kaupa Í körfu

V ið mælum okkur mót á skrifstofu Concert sem er til húsa í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið í Bankastrætinu. Þaðan hefur Einar Bárðarson stýrt starfsemi sinni í hartnær þrjú ár. Einar Bárðarson er ekki einhamur maður. Hann er einn afkastamesti umboðsmaður og lagahöfundur landsins og hefur staðið fyrir fjölda tónleika með erlendum stórstjörnum hér á landi. Hann er guðfaðir stelpnabandsins Nylon og á drjúgan þátt í velgengni fleiri hljómsveita. Fyrirtæki hans Concert velti yfir 70 milljónum á síðasta ári og fjöldi verktaka á vegum þess er allt að 40. Einar hefur m.a. haldið útihátíðir, rekið útvarpsstöð og auglýsingastofu, verið skemmtanastjóri á ballstöðum og átt framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Á miðvikudaginn stýrir hann verðlaunaafhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í fjórða og jafnframt sitt síðasta sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar