Emilíana Torrini

Emilíana Torrini

Kaupa Í körfu

Sólóplata Emilíönu Torrini. Emilíana syngur og leikur á hljómborð, Dan Carey leikur á gítara, tabla og hljómborð, Samuli Koskinen trommur, Julin Joseph píanó, Pharoah S. Russell trommur. Flestir textar eftir Emilíönu. Flest lög eftir Emilíönu og Carey. Carey stjórnaði upptökum. Útgefandi er Rough Trade. Dreifing 12 Tónar. ÞAÐ er svo merkilegt að ef eitthvað, sem maður hefur beðið lengi eftir, reynist uppfylla allar manns uppsöfnuðu væntingar og vel það, þá gleymist um leið öll óþreyjan sem hafði verið að naga mann. Þá er talað um að eitthvað hafi verið biðarinnar virði. Og þetta á við fyrstu plötu Emilíönu Torrini í fimm ár - hún var sannarlega biðarinnar virði. MYNDATEXTI: Emilíana hefur aldrei verið eins mikil Emilíana segir í umsögn um plötuna Fishermans Woman

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar