Ívar Stefánsson

Birkir Fanndal Haraldsson

Ívar Stefánsson

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Ívar Stefánsson, bóndi í Haganesi í Mývatnssveit, hafði litið til vatnsins á björtum sólskinsdegi í byrjun febrúar, en áhyggjusvipurinn leynir sér ekki. Að öllu eðlilegu væri hann frammi á ísnum í dag að vaka undir. En það er ekki til nokkurs hlutar og því gekk hann sér aðeins upp á Þinghól og leit yfir vatnið sitt. Hann hugsar til þeirra daga þegar fengust gjarnan 20 stórar og fallegar bleikjur í net eftir nóttina. Hann segir af kornátunni sem fyrrum var mikilvæg fæða bleikjunnar. Nú sést ekki kornáta enda bleikjan gul á kviðinn sem fyrrum var rauður. Þannig er nú komið fyrir lífríkinu en bændur horfa í gaupnir sér og enginn veit hvenær aftur verður vakað undir ís á Mývatni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar