Æfing hjá Íslenska dansflokknum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Æfing hjá Íslenska dansflokknum

Kaupa Í körfu

Erna Ómarsdóttir og Emil Hrvatin sköpuðu We are all Marlene Dietrich FOR frá grunni og sögðu Ingu Rún Sigurðardóttur frá þessu verki sem inniheldur kraftmikla tón-, dans- og leiklist. Fjölþjóðadansher stígur á svið á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld þegar verkið We are all Marlene Dietrich FOR verður frumsýnt. "Hugmyndin er að búa til skemmtun fyrir hermenn í friðargæslu. Nafnið vísar til þess að innblásturinn kom í fyrstu frá Marlene Dietrich og stöðu hennar sem skemmtikrafts í stríðinu. Hún var ein af dáðustu skemmtikröftunum sem hermenn hittu og var dýrkuð í báðum fylkingum, þó að hún hafi verið á móti nasisma," segir Erna Ómarsdóttir, sem dansar í verkinu auk þess að vera höfundur þess og leikstjóri ásamt hinum slóvenska Emil Hrvatin. MYNDATEXTI: Hefðbundin hermannaskemmtun tekin skrefinu lengra svo minnir á súrrealískt kabarettatriði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar