Norðurvegur

Kristján Kristjánsson

Norðurvegur

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er mikill og stór dagur," sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, á stofnfundi Norðurvegar ehf. í gær, en hann hefur lengi talað fyrir lagningu hálendisvegar milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tilgangur félagsins er að vinna að því að lagður verði vegur úr Skagafirði um Stórasand, Arnarvatnsheiði og Kaldadal sem stytti umrædda leið um 81 kílómetra. Hlutafé er 11 milljónir króna og hefur stjórn heimild til að hækka það í 15 milljónir. Stofnendur félagsins eru KEA sem leggur fram 5 milljónir, Akureyrarbær, 3 milljónir; Hagar, 2 milljónir; Kjarnafæði, hálfa milljón; Gúmmívinnslan, 200 þúsund, og Brauðgerð Kr. Jónssonar, Norðlenska matborðið og Trésmiðjan Börkur með 100 þúsund krónur en að auki hefur Norðurmjólk ákveðið að taka þátt í stofnun félagsins þannig að hluthafar eru þegar orðnir 9 talsins. Í stjórn félagsins voru kjörnir þeir Andri Teitsson formaður og Eiður Gunnlaugsson og Jóhannes Jónsson meðstjórnendur. MYNDATEXTI: Birgir Guðmundsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar