Flöskutappar

Flöskutappar

Kaupa Í körfu

Einhver heitasta umræðan í vínheiminum síðustu misserin hefur ekki snúist um það hvort hafi nú vinninginn, Napa eða Bordeaux, eða þá hvort Primitivo-þrúgan ítalska sé í raun forfaðir hinnar kalifornísku Zinfandel eða hvort hinn eiginlegi forfaðir sé frá Króatíu. Og þótt deilurnar um eik eða ekki eik eða þá hversu mikla eik séu vissulega forvitnilegar verður að segjast að eitthvert athyglisverðasta deiluefnið er það hvernig eigi að loka vínflöskunum. Öldum saman hefur vínflöskum verið lokað með korktöppum og hefur byggst upp mikill iðnaður í kringum korkræktun og framleiðslu í Portúgal en þaðan kemur nær allur korkur sem notaður er í víntappa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar