Bleiur

Brynjar Gauti

Bleiur

Kaupa Í körfu

Einnota bleiur þóttu í byrjun ekki merkilegri uppfinning en svo að menn gerðu stólpagrín að henni og um leið uppfinningamanninum, Marion Donovan (1917-1998). Faðir hennar var einnig uppfinningamaður og áður en hún fluttist að heiman þótti henni fátt skemmtilegra en fylgjast með í verkstæðinu sem hann rak í félagi við frænda þeirra. Sjálf hafði hún ekki í hyggju að gerast uppfinningamaður þegar hún hóf nám í Rosemont-háskólanum í Fíladelfíu, þar sem hún lauk BA-námi í enskum bókmenntum árið 1939.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar