Fernir tvíburar

Líney

Fernir tvíburar

Kaupa Í körfu

Þórshöfn | Fólksfækkun hefur víða staðið landsbyggðinni fyrir þrifum en Þórshöfn á Langanesi er þar undantekning því 3% fjölgun var nú á milli ára. Allt leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins er fullnýtt og á þessum fyrstu tveim mánuðum ársins er búið að selja tvær íbúðir í eigu þess og fyrirspurnir eru um fleiri. Mikið barnalán hlýtur að einkenna þannig staði og svo er vissulega á Þórshöfn. Á leikskólanum Barnabóli eru þrjátíu og fjögur hress og kát börn sem þykir ekki margt á stærri leikskólum. Það er þó sérstakt að núna eru fernir tvíburar á Barnabóli og segir Steinunn leikskólastjóri að það sé hátt hlutfall. "Ég vann áður á leikskóla með 100 börnum og þar voru engir tvíburar," sagði Steinunn, ánægð með frjósemina á Þórshöfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar