Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands

Kaupa Í körfu

Með þessum samningi erum við núna í fyrsta skiptið að fara að greiða út, af einhverri alvöru, úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður sjóðsins, en í gær undirrituðu hann og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, sameiginlega viljayfirlýsingu um breytingar á starfsemi Háskólasjóðsins, sem fela í sér stóraukna styrki úr sjóðnum til rannsóknatengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Þá mun Háskólasjóður leggja 500 milljónir króna á næstu þremur árum til byggingar Háskólatorgs. MYNDATEXTI: Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands, við undirskrift viljayfirlýsingarinnar í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra voru vottar að undirskriftinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar