112 dagurinn í Smáralind

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

112 dagurinn í Smáralind

Kaupa Í körfu

HINN svonefndi 112 dagur var haldinn hátíðlegur um land allt í fyrsta sinn í gær, en með heitinu er vísað í neyðarnúmerið 112. Dagskrá var í Smáralind í Kópvogi og þar fengu 24 börn víðs vegar að af landinu verðlaun í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Víða um land voru slökkviliðs- og lögreglustöðvar opnar. Sjúkrabílar, þyrla Landhelgisgæslunnar og mikill fjöldi ýmiskonar björgunartækja var til sýnis og lögreglumenn um land allt fengu marga í heimsókn á stöðvarnar sínar. Gert er ráð fyrir að 112 dagurinn verði árviss viðburður og beri upp 11. febrúar ár hvert

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar