Hamraskóli í Grafarvogi

Þorkell Þorkelsson

Hamraskóli í Grafarvogi

Kaupa Í körfu

OFBELDI og ofbeldisumræða voru í brennidepli í verkefni sem unglingar og starfsmenn í Félagsmiðstöðinni Græðgyn í Hamraskóla í Grafarvogi unnu í samstarfi við lögregluna í hverfinu á dögunum. Unga fólkið fór þar í gegnum fréttir liðinnar viku í dagblöðum og leitaði að fréttum sem tengdust ofbeldi. Fréttirnar voru síðan klipptar út og límdar upp á þar til gerðar töflur. Þá voru tekin ljósrit af fréttunum áður en þær fóru upp á töfluna og ljósritin sett í táknrænar líkkistur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar