Sprotaþing 2005

Árni Torfason

Sprotaþing 2005

Kaupa Í körfu

ÁRIÐ 2010 verður hlutfall hátækniiðnaðar 15% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Hátækniiðnaður verður orðinn þriðja stoðin í íslensku efnahagslífi. Jafnframt verður Ísland þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem þekkingarland þar sem sprotafyrirtæki vaxa og dafna hraðar og betur en annars staðar í heiminum. Auk þess mun að minnsta kosti eitt sprotafyrirtæki velta einum milljarði króna á ári fram til 2010 auk þess að verða skráð á hlutabréfamarkað og tvö á ári eftir það. Þetta er framtíðarsýn sú sem kynnt var á Sprotaþingi 2005 í gær. MYNDATEXTI: Þekkingarlandið Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setur Sprotaþing 2005 sem haldið var í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar