Sægreifinn fiskbúð

Sægreifinn fiskbúð

Kaupa Í körfu

Kjartan Halldórsson sér enga ástæðu til þess að leggjast í þunglyndi þótt aldurinn færist yfir. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti þennan sægreifa sem er stútfullur af starfsorku og leggur sitt af mörkum til að koma fiski í maga mörlandans. Fyrir tveimur árum tók Kjartan Halldórsson sig til og opnaði litla verslun með fisk í gamalli verbúð við Geirsgötu niðri við Reykjavík-urhöfn. Og ekki kom annað nafn til greina á slotið en Sægreifinn. "Nafnið var á lausu og fyrst stórlaxarnir vildu ekki sjá það, þá fannst mér alveg sjálfsagt að nota það. Ég hef verið til sjós mestalla mína starfsævi, svo þetta á vel við."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar