Hans Jóhannsson og Hildigunnur Halldórsdóttir

Jim Smart

Hans Jóhannsson og Hildigunnur Halldórsdóttir

Kaupa Í körfu

Í dag, á nýja sviði Borgarleikhússins, mun Hildigunnur Halldórsdóttir leika einleik á fiðlu eða öllu heldur fiðlur. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Kynslóðabil fiðlunnar, verður nefnilega farið í eins konar samanburð á tveimur ólíkum fiðlutegundum, það er einni sem smíðuð er að hætti barokktímans og annarri sem kalla mætti nútímafiðlu. Tildrög þessa má rekja til þess að Hildigunnur fór þess á leit við Hans Jóhannsson fiðlusmið að hann smíðaði handa henni barokkfiðlu. Hildigunnur er fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands en hefur auk þess starfað með öðrum tónlistarhópum og þar hefur hún m.a. lagt sig eftir barokktónlist og leikið þar á fiðlur og gömbur MYNDATEXTI: Hans Jóhannsson fiðlusmiður og Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari með fiðlurnar góðu á verkstæði Hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar