Níní

Níní

Kaupa Í körfu

Þegar Fe Galicia Isorena fluttist til Íslands frá Filippseyjum árið 1998 þekkti hún lítið til landsins og þeirrar undarlegu tungu sem töluð er á þessari litlu eyju í norðri. Sjö árum síðar er Níní, eins og hún er jafnan kölluð, starfandi kennari við Fellaskóla, þar sem hennar aðalkennslugrein er íslenska sem annað tungumál. Hún hefur ferðast vítt og breitt um landið og er stórhrifin af hangikjöti, kjötsúpu og soðinni ýsu. Þá staðreynd kann unnusti hennar og sambýlismaður, Þórður Ingi Guðjónsson íslenskufræðingur, sérstaklega vel að meta MYNDATEXTI 12:49 Í gæslu úti í löngu frímínútunum í hádeginu. Þegar ljósmyndarinn birtist á skólalóðinni er uppi fótur og fit hjá börnunum sem hópast í kringum Níní í þeirri von að lenda með á myndinni. "Skrifaðu að það sé fjör í Fellaskóla!" hrópar ein fyrirsætan um leið og hún hlýðir kalli bjöllunnar og hleypur inn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar