Loðnuflotinn á veiðum

Jónas Erlendsson

Loðnuflotinn á veiðum

Kaupa Í körfu

LOÐNUFLOTINN var á veiðum suðaustur af Vík í Mýrdal í fyrrinótt en veiði var fremur dæm. Í gærmorgun mátti telja níu skip í hnapp undan Vík. "Það er lítið um að vera eins og er," sagði Markús Jóhannesson, fyrsti stýrimaður á Vilhelm Þorsteinssyni frá Akureyri, í gærmorgun. Þeir fengu 300 tonn í fyrrinótt í tveimur köstum og segir Markús að loðnan henti enn vel í frystingu á Japansmarkað. "Hrognafyllingin er komin upp í 23-24% á þessum stað og þá fer hún að losa úr sér."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar