Vistaskipti

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vistaskipti

Kaupa Í körfu

Lögreglu - og slökkviliðsmenn vinna oft náið saman á vettvangi og því nauðsynlegt að hvorir þekki til starfa annarra. Á það jafnt við um óbreytta sem yfirmenn. Til þess að kynnast störfunum innbyrðis hafa Lögreglan í Reykjavík og Slökkviliðið í Reykjavík endurvakið þann sið að láta starfsmenn sína hafa vistaskipti um stund. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn riðu á vaðið í gær. MYNDATEXTI: Ef í harðbakkann slær er hægt að nota Bryndísi. Jón Viðar Matthíasson skoðaði bryndrekann Bryndísi með Sveinbirni Hilmarssyni, vettvangsstjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar