Ingó Geirdal

Ingó Geirdal

Kaupa Í körfu

Ingólfur Geirdal var aðeins sex ára þegar hjá honum vaknaði brennandi áhugi fyrir töfrabrögðum og honum finnst enn jafnmikið til þeirra koma, um þrjátíu árum síðar. Ingó fór að koma fram með alvöru töfrasýningar þegar hann var sextán ára og vann við að vera töframaður þar til fyrir rúmum tíu árum að hann tók sér hlé og sneri sér að tónlistinni. En nú hefur hann aftur tekið upp þráðinn og æfir töfrabrögð dagana langa. Hann er kominn með alveg nýja dagskrá og fullt af nýjum töfrabrögðum sem hafa aldrei sést áður. Aðspurður segir hann að vissulega þurfi fólk að vera þó nokkuð heltekið til að leggja fyrir sig töfrabrögð. "Maður þarf að nenna að lesa mikið, æfa sig endalaust og sökkva sér í þetta til að ná alvöru tökum á töfrunum." MYNDATEXTI: Ingó er snillingur með stálhringina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar