Ferðamálafundur

Reynir Sveinsson

Ferðamálafundur

Kaupa Í körfu

Fólki dettur fátt annað í hug á Suðurnesjum en Bláa lónið FFAGFÓLK í ferðaþjónustu nefnir almennt Bláa lónið þegar það er spurt hvað sé efst í huga þess varðandi Suðurnes en margir nefna einnig Flugstöðina, hraun og Reykjanesvita. Ímynd bæjanna á Suðurnesjum, annarra en Grindavíkur, virðist fremur óskýr í huga þessa fólks. Þannig dettur stórum hluta fólks ekkert í hug þegar það er spurt hvað sé efst í huga þess varðandi Reykjanesbæ, Sandgerði, Garð og Voga. Á ráðstefnu sem Ferðamálasamtök Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum héldu í Eldborg í Svartsengi síðastliðinn föstudag kynnti Rögnvaldur Guðmundsson, hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal fagfólks í ferðaþjónustu. MYNDATEXTI: Verðandi leiðsögumenn Jóhanna Þórarinsdóttir, Iða Brá Vilhjálmsdóttir og Ingibjörg Jóhannsdóttir tóku þátt í ferðamálaráðstefnunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar