Húsabakkaskóli

Kristján Kristjánsson

Húsabakkaskóli

Kaupa Í körfu

Sendi gusu úr mykjudreifara á Dalvík Dalvíkurbyggð | "Þetta var fyrst og fremst táknrænt en ég var jafnframt að sýna óánægju mína," sagði Hjálmar Herbertsson, bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal, sem sendi eina gusu úr mykjudreifara sínum á malarplan sunnan við athafnasvæði Olís á Dalvík, eftir að bæjarstjórn hafði samþykkt að flytja skólahald frá Húsabakka til Dalvíkur. Íbúar í sveitinni mótmæltu kröftuglega fyrir fundinn. MYNDATEXTI: Mótmæli Hjálmar Herbertsson, bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal, með mykjudreifara aftan í dráttarvél sinni framan við Dalvíkurkirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar