Reynisdrangar

Jónas Erlendsson

Reynisdrangar

Kaupa Í körfu

Mýrdælingar nýta sér breytingar á Oddsfjöru til að ganga fyrir Reynisfjall Mýrdalur | Mikil fjara hefur myndast undir sunnanverðu Reynisfjalli svo að nú er hægt að ganga þurrum fótum fyrir fjallið. Gerist það á áratuga fresti og nýta nú margir íbúar Mýrdals sér þetta sjaldgæfa tækifæri og geta þá um leið dáðst að Reynisdröngum úr návígi úti á Oddsfjöru. MYNDATEXTI: Undir Reynisfjalli Hundur göngumanns merkir skuggann sinn á Oddsfjöru suður undir Reynisfjalli. Fjaran virðist ná langleiðina út að Reynisdröngum en mikill áll er enn á milli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar