Safn á Laugavegi 37

Einar Falur Ingólfsson

Safn á Laugavegi 37

Kaupa Í körfu

Teikningar og önnur myndverk á pappír eru í tísku, hafa bandarískir fjölmiðlar verið að segja síðustu misserin. Galleríið Pierogi í Williamsburg í New York hefur haft talsverðu hlutverki að gegna í kynningu á pappírsverkum samtímalistamanna, en í skúffugalleríi þess, "Flat files", má skoða verk um 800 listamanna, fimm til tíu verk eftir hvern. Eigendur Pierogi, sem heldur upp á tíu ára afmæli um þessar mundir, eru hjónin Joe og Susan Amrheim. Hún er rithöfundur og sér um sýningarskrár gallerísins en hann er myndlistarmaður, auk þess að vera listrænn stjórnandi beggja þátta gallerísins, teikningaskúffanna og hefðbundins sýningarhalds með völdum hópi listamanna. MYNDATEXTI: Galleristarnir og sýningarstjórarnir Susan og Joe Amrheim við eitt verka hans í Safni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar