Eygló Harðardóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eygló Harðardóttir

Kaupa Í körfu

Innlit - útlit er í hinu nýja sýningarrými FUGL í verslun Indriða við Skólavörðustíg, sem selur herrafatnað. Indriði klæðskeri hannar sínar skyrtur og er einstaklega alúðlegur við viðskiptavini verslunarinnar jafnt og gesti sýningarinnar. Í sýnirýminu miðju hanga stórar pappírsarkir bak í bak með blekklessumyndum í anda svissneska geðlæknisins Hermanns Rorschach, önnur gul en hin rauðbleik, og báðar með innlímdum myndum af leðurblökubúk í formalíni og öðrum viðbótum. Á endavegg er málverk þar sem má sjá línuteikningu í skærrauðum lit vinstra megin á skærbláum grunni, virðist vera þrívíddarteikning af einhverjum geometrískum strúktúr, og að lokum skúlptúr gerðan úr frauðplötum með götum og álímdum ljósmyndum af snáki að hlykkjast. Það er ekki hægt að segja að verk Eyglóar séu aðgengileg, og við fyrstu sýn á mörkunum að vera áhugaverð. Það hefur eitthvað að gera með að verkin og samhengi þeirra eru svo óskiljanleg, sem reyndar minnir mann á að samkvæmt orðræðu samtímans eiga áhorfendur enga kröfu á að skilja myndlist, hins vegar er það þeirra verksvið að upplifa hana, túlka á sinn persónulega hátt og taka þannig þátt í gerð þess MYNDATEXTI: Verk Eyglóar Harðardóttur "Snöggtum áhugaverðari en við fyrstu sýn."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar