Declan O'Driscoll og Friðþjófur Ragnar
Kaupa Í körfu
Í ÁR eru hundrað og þrjátíu ár liðin frá því fyrstu Vestur-Íslendingarnir stigu á skipsfjöl og héldu á brott vestur um haf í von um bærilegra líf í Ameríku. Af því tilefni verður lagt upp í ævintýralega ferð frá Eyrarbakka, þaðan sem fyrstu Vestur-Íslendingarnir komu, til Gimli í Manitoba í Kanada þar sem reynt verður að fara sem lengst á íslenskum gæðingum. Hinn 17. júní leggur hópurinn af stað ríðandi til Reykjavíkur með viðkomu á Þingvöllum og fleiri stöðum. Þegar komið er í höfuðstaðinn munu bæði hestar og menn taka sér flugfar vestur um haf og eiga svo endurfundi í Kinmount í Kanada. Þaðan verður riðið áleiðis til Gimli í Manitoba-fylki en þar sem leiðin er u.þ.b. 2.500 kílómetrar verða hestar og menn að fá far með bíl eina 2.000 kílómetra. Þegar ferðinni er lokið stendur til að selja hestana þar í landi og láta söluféð renna í Snorrasjóð en hlutverk hans er t.d. að gera ungum Vestur-Íslendingum kleift að fara til Íslands til að kynnast hér fólki, máli og menningu. Með bréf til Kanada Jónas R. Jónsson, umboðsmaður íslenska hestsins, á von á því að "skjólstæðingur" hans fái mikla athygli í ferðinni en óljóst er á þessari stundu hvort staðið verður að einhverri sérstakri hestakynningu við þetta tækifæri. Af sjálfsögu gefst okkur hinum sem heima sitjum tækifæri til að koma bréfi í póstpoka sem ferðalangarnir koma svo til ættinga sem búsettir eru vestanhafs og gerir Declan O'Driscoll, sem stendur að ferðinni ásamt Karli Ágústi Andréssyni, MYNDATEXTI: Declan O'Driscoll og Friðþjófur Ragnar Friðþjófsson leiða hóp manna og hesta frá Eyrarbakka til Gimli í Manitoba.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir