Björk Guðmundsdóttir

Einar Falur Ingólfsson

Björk Guðmundsdóttir

Kaupa Í körfu

LISTASAFN Íslands skartaði ljúfum kaffiilmi og rólegu andrúmi er ég vatt mér þar inn til viðtalserinda. Það mætti segja að þessi stemmning speglaði inntak fjórðu hljóðversplötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, hreint ágætlega. Þar líða um innhverfar og lágstemmdar hljóðbylgjur; sannarlega sá aftansöngur sem nafnið vísar í. Plötunni hefur víðast hvar verið vel tekið og flestir eru ásáttir um það að Björk haldi, nú sem endranær, fast í sína listrænu sýn, sem er sannarlega einstakt innan þess dægurheims sem hún starfar í. Að halda slíkum dampi í gegnum fjórar plötur er ekkert minna en afrek. Undanfarna mánuði hefur Björk ferðast um heiminn til að kynna plötuna og hefur m.a. verið með tónleika í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi, Frakklandi, Spáni og á Ítalíu. Þessir tvennir tónleikar hér heima verða svo hinir síðustu í ferðinni. Með henni er um margt kyndugt föruneyti og sýnir val Bjarkar á samstarfsmönnum glöggt þrjósku hennar gegn því að troða hina víðförnu slóð. Fyrir það fyrsta mun Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir hjá henni en svo verða þarna líka hörpuleikarinn Zeena Parkins, bandaríski rafdúettinn Matmos, grænlenskur stúlknakór og inúítasöngkonan Tagaq.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar