Fermingargreiðsla

Þorkell Þorkelsson

Fermingargreiðsla

Kaupa Í körfu

Stelpurnar á Hár-Expó á Laugaveginum hafa alltaf nóg að gera, og nú eru fermingargreiðslurnar farnar að hellast yfir þær. "Yfir höfuð finnst mér fermingarbörn í dag vera með sídd í hári, bæði strákar og stelpur," segir Gunnella Jónasdóttir hárgreiðslumeistari. "Stelpurnar eru farnar að vilja fá liði aftur í hárið, eftir mikla notkun á sléttujárnum undanfarið. Stórir liðir eru að koma mikið aftur í tísku og beyglur, sem eru ekki mjög formaðar krullur. Mér finnst aðalatriðið vera að hafa fermingargreiðslurnar frekar látlausar og reyna að halda stelpulega útlitinu, sakleysinu og hreinleikanum." MYNDATEXTI: Inga Hrönn setti bylgjuliði í hárið á Perlu og lét það njóta sín. Setti síðan fasta fléttu frá hlið og niður að eyra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar