Bergdís Sigurðardóttir og Brynja Baldursdóttir

Jim Smart

Bergdís Sigurðardóttir og Brynja Baldursdóttir

Kaupa Í körfu

Bækur | Oddi veitir viðurkenningar fyrir bókarkápur Þetta er í fyrsta skipti sem hönnuðir bókarkápa eru verðlaunaðir sérstaklega en stefnt er á að verðlaunin verði hér eftir veitt árlega í þeim tilgangi að beina kastljósi á mikilvægi góðrar hönnunar bókarkápna og um leið á þá hönnuði sem skara fram úr á því sviði. Tvær bókarkápur hlutu aðalverðlaun að upphæð 100.000 kr., en einnig voru þrjár aðrar bækur viðurkenndar. Þær bækur sem hlutu aðalverðlaun voru annars vegar "Ragnar Axelsson, andlit norðursins", í hönnun Bergdísar Sigurðardóttir og hins vegar "Silfurplötur Iðunnar" í útgáfu Smekkleysu, en hönnuður þeirrar bókarkápu er Brynja Baldursdóttir.MYNDATEXTI: Bergdís Sigurðardóttir og Brynja Baldursdóttir þóttu skara fram úr í hönnun á bókarkápum að mati dómnefndar prentsmiðjunnar Odda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar