Hestur í fermingargjöf

Ásdís Haraldsdóttir

Hestur í fermingargjöf

Kaupa Í körfu

RÚNA Friðriksdóttir fermdist í fyrravor. Þegar fermingunni var lokið í kirkjunni kom hún heim á Grenimelinn. Eftir svolitla stund benti amma hennar, Katrín Briem, henni út um gluggann og sagði: "Sjáðu". Rúna leit út og sá hest úti á götu. "Mér fannst mjög skrítið að sjá hest þarna úti á götu en skildi ekki að þetta tengdist mér eitthvað fyrr en amma sagði að þetta væri fermingargjöfin til mín," sagði Rúna. "Ég varð alveg ótrúlega glöð og hljóp út til að geta klappað honum. Ég þekkti hann ekki af því að ég hafði ekki séð hann frá því að hann var folald. Svo þurfti hann að fara aftur upp í hesthús og ég gat varla beðið eftir að fara þangað og hitta hann. MYNDATEXTI: Rúna Friðriksdóttir heilsar upp á Jörfa á fermingardaginn þegar komið var með hann heim til hennar á Grenimelinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar