Beltabílar

Jim Smart

Beltabílar

Kaupa Í körfu

FORSVARSMENN Slysavarnafélagsins Landsbjargar afhentu fulltrúum átta hjálparsveita víða um land sinn hvorn fjölnota björgunarbílinn við athöfn í húsnæði Samskipa í Reykjavík í gær. Bílarnir voru framleiddir í Svíþjóð á árunum 1980 til 1985 en um 11.000 bílar af þessari gerð er í notkun hjá bæði her og björgunarsveitum víða um heim og nýtast þeir jafnt á jöklum sem akstri í eyðimörk. Fjórir bílar sömu gerðar eru notaðir hjá hjálparsveitum hér á landi nú og þykja þeir bera af í björgun við erfiðar aðstæðurMYNDATEXTI: Nýju beltabílana frá Svíþjóð, sem björgunarsveitir á Íslandi hafa fengið, má nota jafnt á láði sem legi og ósléttu hálendi. Þeir ná 55 kílómetra hámarkshraða á jafnsléttu og sigla á fjögurra hnúta hraða í sjó.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar