Fundur á Veðurstofu Íslands

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fundur á Veðurstofu Íslands

Kaupa Í körfu

FISKELDISMENN í Mjóafirði eru á varðbergi vegna hættu á að hafís kunni að reka inn í fjörðinn í norðanáttinni sem spáð er næstu daga og gæti ógnað fiskeldiskvíunum, en Sæsilfur er með umfangsmikið eldi í firðinum. Veðurstofan spáir norðaustlægri átt fram eftir næstu viku. Í gær áttu fulltrúar Almannavarna og Veðurstofunnar fund um útlit og viðbúnað vegna hafíssins en hafís er nú úti fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi. Í norðanáttinni næstu daga má gera ráð fyrir að ísinn berist nær landi norðanlands MYNDATEXTI: Veðurfræðingar og fulltrúi almannavarna funduðu í gær á Veðurstofunni vegna hafíssins sem nálgast landið. F.v. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, Ágúst Gunnar Gylfason hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og veðurfræðingarnir Þór Jakobsson og Sigrún Karlsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar