Bókamarkaðurinn í Perlunni

Jim Smart

Bókamarkaðurinn í Perlunni

Kaupa Í körfu

ÁRLEGUM bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni lýkur á morgun. Markaðurinn hefur verið starfræktur í rúma hálfa öld og segir Sæunn Ósk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðarins síðastliðin sex ár, marga gesti hafa komið árlega svo áratugum skipti. Þeir líti orðið á markaðinn sem fastan áfangastað í tilverunni þar sem hægt er að nálgast nýlegt og gott lesefni fyrir lítinn pening MYNDATEXTI: Haukur Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, fann nokkrar bækur eftir kunningja sína og fyrrverandi skólafélaga að Laugum veturinn 1954-55. Hann segist kaupa færri bækur í ár enda hafi hann nýlega minnkað við sig húsnæði og leyfi það ekki fleiri bækur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar