Unglingar bregðast við

Gunnlaugur Árnason

Unglingar bregðast við

Kaupa Í körfu

Áhrifa verðstríðsins í verslunum gætir í neysluvenjum unglinga. Í Grunnskólanum í Stykkishólmi sjá kennarar þess greinileg merki. Þeir hlaupa út í Bónus og fá ókeypis lítra af mjólk sem þeir þamba í stað gosdrykkjanna. Unglingar eru greinilega bæði hagsýnir og meðvitaðir um hollustuhætti, hvað sem hver segir. Á myndinni eru Jón Sindri Emilsson, Óli Steinar Sólmundarson, Sigurður M. Eggertsson og Hermann Hermannsson að gæða sér á mjólk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar