Saga hlutanna

Saga hlutanna

Kaupa Í körfu

Himneskir söngvar urðu bandaríska vísindamanninum Art Fry hvatning til að þróa minnismiða sem gjörbyltu skipulagsmöguleikum fólks. Fry hafði lengi pirrað sig á því að bókamerki, sem hann setti í kirkjukórsmöppuna sína, hrundu úr henni um leið og hún var opnuð eða eyðilögðu nótnablöðin. Þá datt honum í hug að nýta uppfinningu kollega síns hjá 3M tæknifyrirtækinu, Dr. Spencer Silvers, en hann hafði þróað límband sem hægt var að líma á pappír, án þess að hann skemmdist þegar það var fjarlægt. Með því að setja límband Silvers með fram brúninni á blaðsnepli mátti nota hann fyrir fast bókamerki, sem þó var hægt að fjarlægja og þannig var kórmöppuvandamálið leyst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar