Placido Domingo

Árni Torfason

Placido Domingo

Kaupa Í körfu

ÞRÁTT fyrir að nafnið Placido Domingo þýði rólegur sunnudagur var allt annað en rólegt í Egilshöllinni í gærkvöldi. Spenningurinn áður en tónleikarnir í þessum risastóra sal hófust var nánast þrúgandi, enda einn fremsti söngvari heims í þann veginn að stíga fram á svið. Söngvari sem hefur unnið meira en tíu Grammy-verðlaun, komið fram í yfir hundrað mismunandi hlutverkum á óperusviðinu og stjórnað hljómsveitum. Óneitanlega var um viðburð í íslensku tónlistarlífi að ræða. MYNDATEXTI: Placido Domingo og Ana Maria Martinez voru hyllt vel og lengi í lok tónleikanna af þakklátum gestum sem fylltu Egilshöllina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar