Hafís við Gjögur

Ragnar Axelsson

Hafís við Gjögur

Kaupa Í körfu

Fleiri jakar safnast upp að ströndinni MIKIÐ íshrafl bar inn í Trékyllisvík á Ströndum í gær og fyrradag. Stórir jakar voru komnir upp í fjöruna við Litlu-Ávík í gær og bættist stöðugt við síðdegis og fram á kvöldið, að sögn Jóns G. Guðjónssonar, veðurathugunarmanns á Litlu-Ávík. "Á sjötta tímanum í dag sá ég stærri jaka úti á Selskeri og þar er talsverður hafís. Þetta er allt að síga inn," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sást er fyrstu jakana rak inn til lands í Trékyllisvík á sunnudagsmorguninn. MYNDATEXTI: Kuldalegt í Trékyllisvík. Víðast hvar má líta ísjaka sem safnast hafa upp að landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar