Hafís við Gjögur

Ragnar Axelsson

Hafís við Gjögur

Kaupa Í körfu

Stór hætta er á að siglingaleiðin fyrir Horn lokist hvað úr hverju vegna hafíss, sagði Jónatan Ásgeirsson, skipstjóri á Andey ÍS 440, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær.Mikið íshrafl hefur rekið upp að landi í Trékyllisvík undanfarna tvo daga og eru stórir jakar komnir alveg upp í fjöru, að sögn Jóns G. Guðjónssonar, veðurathugunarmanns í Litlu-Ávík á Ströndum, sem sést á meðfylgjandi mynd tylla sér á myndarlegan hafísjaka í fjörunni í Ávík, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar