Gorgryfjur

Atli Vigfússon

Gorgryfjur

Kaupa Í körfu

Húsavík | Mikill floti fugla eða um það bil 60 hrafnar og 170 til 200 mávar höfðu nóg æti í svokölluðum gorgryfjum sem eru í landi jarðarinnar Saltvíkur sunnan Húsavíkur dag einn í vikunni þegar fréttaritari var þar á ferð. Fuglarnir rifu í sig kjötflyksur af úrbeinuðum kindaskrokkum. Í vetur hefur verið mikill mávur á svæðinu sem og hrafnar og er ljóst að oft kemst fuglinn í eitthvað matarkyns. MYNDATEXTI: Óþrif Beinahrúgan í Saltvíkurgryfjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar