Trillufeðgar - Björn Jónsson og Jón Ingi Björnsson

Kristján Kristjánsson

Trillufeðgar - Björn Jónsson og Jón Ingi Björnsson

Kaupa Í körfu

Gert klárt Siglufjörður | Feðgarnir Björn Jónsson og Jón Ingi sonur hans voru að vinna við trilluna Ingeborg SI þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð á Siglufirði um helgina. Ingeborg SI er fimm tonna trilla og síðasti báturinn sem smíðaður var á Siglufirði. Það var Jón Björnsson, faðir Björns sem smíðaði trilluna árið 1985 og naut hann aðstoðar sonar síns. Jón skírði trilluna í höfuð konu sinnar, sem er þýsk. Þeir Björn og Jón Ingi voru að gera klárt fyrir að setja bátinn á flot fyrir grásleppuvertíðina sem hefst um næstu mánaðamót. Björn sagðist vongóður um að ísinn yrði grásleppukörlum ekki til neinna vandræða eftir að vertíðin hæfist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar