Trillufeðgar - Björn Jónsson og Jón Ingi Björnsson
Kaupa Í körfu
Gert klárt Siglufjörður | Feðgarnir Björn Jónsson og Jón Ingi sonur hans voru að vinna við trilluna Ingeborg SI þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð á Siglufirði um helgina. Ingeborg SI er fimm tonna trilla og síðasti báturinn sem smíðaður var á Siglufirði. Það var Jón Björnsson, faðir Björns sem smíðaði trilluna árið 1985 og naut hann aðstoðar sonar síns. Jón skírði trilluna í höfuð konu sinnar, sem er þýsk. Þeir Björn og Jón Ingi voru að gera klárt fyrir að setja bátinn á flot fyrir grásleppuvertíðina sem hefst um næstu mánaðamót. Björn sagðist vongóður um að ísinn yrði grásleppukörlum ekki til neinna vandræða eftir að vertíðin hæfist.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir