Dalsgarður

Sverrir Vilhelmsson

Dalsgarður

Kaupa Í körfu

ÞAU voru snör handtökin hjá blómaframleiðandanum Dalsgarði í Mosfellsbæ þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Þær Helga Jónsdóttir og Anna Jóna Ragnarsdóttir unnu við að búnta síðustu páskaliljurnar sem detta ofan í vasa velflestra heimila nú um hátíðirnar, en Dalsgarður framleiddi um 25 þúsund liljur sem fóru á markaðinn að sögn Gísla Jóhannssonar framkvæmdastjóra. "Fólk er að kaupa þetta alla dymbilvikuna og þeir síðustu eru yfirleitt að kaupa á laugardag," segir Gísli og bendir á að blóm séu alltaf að verða ódýrari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar