Hulda Leifsdóttir frístundabóndi á Blönduósi

Jón Sigurðsson

Hulda Leifsdóttir frístundabóndi á Blönduósi

Kaupa Í körfu

Hulda Leifsdóttir húsmóðir á Brekkunni á Blönduósi er náttúrubarn að eðlisfari. Hún stundar fjárbúskap ekki fjarri sínu heimili á Brekkunni og er með 7 ær á fóðrum. Ær Huldu eru langt í frá litlausar utan ein sem hvít er og ber nafnið Lauga. Ég sá fimm gæsir í oddaflugi í dag og þær stefndu í norður. Það veit á gott . Það sagði Valli heitin Ásgeirs að minnsta kosti og ég trúi honum sagði Hulda. Jafnframt sagðist Hulda hafa heyrt í lóunni fyrir fáeinum dögum en ekki komið auga á hana. Allt er þetta í fyrra fallinu í náttúrinni sagði Hulda nema sauðburðurinn hjá mér. Ég held mig við gamla tímann og á hún von á því að fyrsta lambið í búi hennar líti dagsins ljós 12.maí. Högni mikill að vöxtum, Keli líklega að nafni, geðgóður og gefin fyrir gælur fylgdi Huldu við bústörfin. Kötturinn og kindurnar voru greinilega hænd að Huldu og Hulda að þeim. Svona var gengisvísitalan á Brekkunni á Blönduósi annan dag páska.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar