Hótel Reykjavík Centrum

Sverrir Vilhelmsson

Hótel Reykjavík Centrum

Kaupa Í körfu

Við Aðalstræti er risin glæsileg hótelbygging í anda þeirra gömlu bygginga, sem þar stóðu áður. Aðalbyggingin er fyrir ofan Landnámsskálann en í honum verður skálarústin varðveitt. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessa nýbyggingu. MYNDATEXTI: Framhlið þriggja eldri og þekktra bygginga við Aðalstræti myndar framhliðina á Hótel Reykjavík. Aðalinngangurinn er í glerbyggingu við hlið Landfógetahússins fyrir miðju, sem er það hús, sem fyrst og fremst hefur verið varðveitt. Hin húsin eru nýbyggingar, en til vinstri er hús, sem tekur svipmót sitt af Uppsölum og til hægri er framhlið Fjalakattarins. Hótelið er um 3.700 ferm. Það er þrjár til fjórar hæðir og herbergi eru 89, flest 2ja manna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar