Grásleppuvertíð - Aðalsteinn Júlíusson

Hafþór Hreiðarsson

Grásleppuvertíð - Aðalsteinn Júlíusson

Kaupa Í körfu

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN fyrir Norðurlandi, frá Skagatá að Fonti, mátti hefjast í dag en heimilt var að byrja að leggja kl. 8 í morgun. Vertíðin nú er þriðjungi styttri en áður og er það vegna góðra aflabragða á vertíðinni í fyrra. MYNDATEXTI: Húsvískir grásleppusjómenn gerðu báta sína klára til veiða í einmuna vorblíðu í gær en á annan tug báta verður gerður út til grásleppuveiða á þessari vertíð frá Húsavík. Aðalsteinn Júlíusson er skipstjóri á Doddu ÞH 39 og hér er hann að merkja baujur enda eins gott að þær séu vel og rétt merktar því það auðveldar sjómönnum vinnuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar