Þorvaldur Steinsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þorvaldur Steinsson

Kaupa Í körfu

Þegar Þorvaldur Steinsson tók átta ára við fyrsta bikarnum sínum í fótbolta var það enginn minni háttar spámaður sem rétti honum verðlaunagripinn. Sjálfur Bobby Charlton, heimsmeistari og einn frægasti leikmaður Manchester United, var mættur á Laugardalsvöllinn til að taka í höndina á honum og öðrum áköfum fótboltaguttum. Tilefnið var það að Ford-verksmiðjurnar í Englandi stóðu 1972 fyrir keppni í knattþrautum meðal ungra fótboltapilta víða um Evrópu og þar voru íslenskir strákar ekki undanskildir. "Ég var í Fram en íþróttafélögin héldu undankeppnir þannig að það var bara viss hópur sem komst á Laugardalsvöllinn," segir Þorvaldur sem í dag er enn viðloðandi fótboltann og starfar hjá Íslenskri getspá. "Það var keppt í mismunandi aldurshópum en við þurftum að leysa þrjár þrautir sem byggðust á tíma og að skjóta boltanum í mark. Svo fengum við mismunandi stig eftir því hvar boltinn hafnaði í netinu." Þorvaldur stóð sig með prýði í glímunni við þessar æfingar og hafnaði í öðru sæti og það er á honum að heyra að þessi stund á Laugardalsvellinum hafi verið ógleymanleg, ekki bara vegna návistar knattspyrnugoðsagnarinnar frá Englandi. "Manni fannst hann voðalega merkilegur kall en ég þekkti ekki mikið til hans enda var bara hægt að sjá fótbolta í sjónvarpinu í einn klukkutíma á laugardögum á þessum tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar