Svartur svanur í nágrenni Flúða

Sigurður Sigmundsson

Svartur svanur í nágrenni Flúða

Kaupa Í körfu

ÞESSI hópur álfta var á vappi skammt frá Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ljósmyndari kom auga á hann og þar á meðal var einn svartur svanur. Alls eru þekktar sex tegundir núlifandi svana, þar af eru fjórar á norðurhveli, sem allar eru hvítar að lit, og tvær á suðurhveli. Þar af er önnur svört um höfuð og háls en hvít að öðru leyti og á uppruna sinn í Suður-Ameríku og hin er svört að lit á hausi, hálsi og bol en vængirnir eru hvítir og á tegundin uppruna í Ástralíu. Sennilega tilheyrir þessi svanur áströlsku svanategundinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar