Svartfugl

Kristján Kristjánsson

Svartfugl

Kaupa Í körfu

Svartfuglinn á Bautanum er hrein snilld og villibráðarsósan er engu öðru lík. Við urðum allt í einu eitthvað svo svangir og fórum að ræða um þennan svartfuglsrétt. Við fengum fljótlega vatn í munninn yfir þessari umræðu svo við ákváðum bara allt í einu að brenna til Akureyrar í svartfuglinn," segja æskufélagarnir Ingvar Þór Kale, Jónas Ingi Jónasson og Pétur Þorgeirsson, sem allir eru Kópavogsbúar, en voru staddir í fríi á Blönduósi páskahelgina þegar hungurtilfinningin gerði svona rækilega vart við sig með þeim afleiðingum að þeir lögðu á sig rúmlega eins og hálfs tíma ökuferð til að kitla bragðlaukana. MYNDATEXTI: Hákon Sæmundsson á Bautanum matreiðir svartfugl í eldhúsi staðarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar