Leikfélög

Kristján Kristjánsson

Leikfélög

Kaupa Í körfu

VEGFARENDUR um Ráðhústorg ráku upp stór augu síðdegis í gær, en fyrirvaralaust brutust þar út heilmikil slagsmál með tilheyrandi afskiptum lögreglu. Vissu menn vart hvaðan á þá stóð veðrið, slík voru lætin enda virtust fjölmenn lið eigast þarna við. Átti þessi hasar sér þó eðlilegar skýringar, þarna voru á ferð framhaldsskólanemar í bænum, nemendur MA og VMA, Hrafnar og Þrumur. Skólarnir hafa nú í fyrsta sinn tekið höndum saman og efna til sameiginlegrar leiksýningar. Sú nefnist Rígurinn og fjallar m.a. um þann meinta ríg sem er á milli skólanna. Frumsýnt verður um aðra helgi og með uppátækinu vildu leikarar vekja athygli á sýningunni og tókst það bærilega. Nemendur VMA og MA tókust hraustlega á er þeir kynntu væntanlega leiksýningu á Ráðhústorginu en sýningin ber heitið Rígurinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar