Jóhannes Páll II

Rax/Ragnar Axelsson

Jóhannes Páll II

Kaupa Í körfu

Jóhannes Páll II kom til Íslands laugardaginn 3. júní 1989. Frónfaxi, þota Flugleiða, flutti páfa hingað til lands frá Noregi og lent var á Keflavíkurflugvelli. Páfi kyssti íslenska jörð við komu sína og sagði að Íslendingum bæri að halda fast við þau háleitu gildi sem mótað hefðu sögu þeirra sem kristinnar þjóðar. "Íslendingar hafa því mikið að gefa heimi sem þyrstir í sannleika og vill setja réttlæti, frið og samkennd allra manna í hásætið," sagði páfi. Hann dvaldist hér á landi í tæpan sólarhring og söng messu á sunnudeginum við Kristskirkju í Reykjavík áður en hann hélt af landi brott um hádegisbil.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar