Litla hryllingsbúðin Stykkishólmi

Gunnlaugur Árnason

Litla hryllingsbúðin Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Það er mikill kraftur í leiklist í Stykkishólmi. Tvö leikrit eru á fjölum þessa dagana. Leikfélagið Grímnir sýnir "Fiðlarann á þakinu" af fullum krafti. Þá hafa nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans í Stykkishólmi æft leikritið "Litlu hryllingsbúðina" og sýna í gamla samkomuhúsinu, því ekki er hægt að vera með tvö verki í gangi í félagsheimilinu á sama tíma. Það er orðið langt síðan bæjarbúar hafa fengið tækifæri til að mæta í gamla samkomuhúsið á leiksýningu. MYNDATEXTI: Litla hryllingsbúðin "Ég finn að ég hef haft gott af þessu og hef lært heilan helling," segir Kristín Lilja Gunnarsdóttir, ein af leikurunum í uppsetningu Grunnskólans í Stykkishólmi á Litlu hryllingsbúðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar